VIÐSKIPTASKILMÁLAR FLÍSABÚÐARINNAR HF.
Þessir viðskiptaskilmálar gilda um öll viðskipti við Flísabúðina hf. (hér eftir „sölulaðili“ eða „við“), kt. 680788-2519, með lögheimili að Stórhöfða 21, 110 Reykjavík, Ísland. Með því að nota vefsíðuna flis.is samþykkir þú þessa skilmála og skuldbindur þig til að fylgja þeim.
Viðskiptaskilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Rísi ágreiningur um túlkun eða framkvæmd þessara skilmála skal hann leystur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nema lög kveði á um annað.
Kaupendur hafa rétt til að hætta við kaup innan 14 daga frá móttöku vöru samkvæmt lögum um neytendakaup. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi, ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Endurgreiðsla fer fram innan 14 daga frá móttöku skilaðrar vöru, að því gefnu að skilyrði séu uppfyllt. Viðskiptavinur ber ábyrgð á sendingarkostnaði við skil nema um gallaða vöru sé að ræða.
Nánari upplýsingar um afbókunar- og skilarétt má finna í Lögum um neytendakaup nr. 48/2003 og Lögum um þjónustukaup nr. 42/2000.
3.1 Afhendingarmáti
Við bjóðum upp á eftirfarandi afhendingarmáta:
3.2 Afhendingartími
Seljandi afhendir vörur eftir útgáfu reiknings og mótttöku á greiðslu samkvæmt afgreiðsluseðli. Fyrir sérpantanir getur afhendingartími verið lengri, og er viðskiptavinum þá veitt sérstök tilkynning um áætlaðan afhendingartíma.
3.3 Flutningsaðili
Við nýtum okkur þjónustu samstarfsaðila í flutningum, svo sem Póstsins eða annarra viðurkenndra flutningsaðila eftir því sem við á.
3.4 Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður fer eftir stærð og þyngd vörunnar ásamt staðsetningu móttakanda. Sendingarkostnaður reiknast við greiðslu og er birtur fyrir staðfestingu pöntunar.
Flísabúðin áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er. Breytingar öðlast gildi við birtingu á vefsíðu okkar.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa skilmála eða viðskipti þín við okkur, vinsamlega hafðu samband við starfsfólk Flísabúðarinnar:
Viðskiptaskilmálar uppfærðir síðast: 12/2/2025